Orkusalan gefur öllum sveitarfélögum hleðslustöð fyrir rafbíla

Fyrirtækið Orkusalan hefur ákveðið að gefa öllum sveitarfélögum á landinu hleðslustöð fyrir rafbíla. „Með framtakinu er ætlun fyrirtækisins að gera rafbílaeigendum það auðveldara að ferðast um landið en hingað til hefur það verið illmögulegt vegna fárra hleðslustöðva á Íslandi. Eftir að stöðvarnar sem Orkusalan ætlar að gefa verða settar upp geta eigendur rafbíla keyrt hringinn í kringum landið, með fullan rafgeymi,“ segir í tilkynningu frá Orkusölunni.

Hafliði Ingason, sölustjóri Orkusölunnar, segir fyrirtækið með þessu vera að ýta mikilvægum bolta af stað, sýna samfélagslega ábyrgð og skila þannig sínu í innviði landsins. „Við gerum þetta með virðingu fyrir náttúrunni að leiðarljósi en því meiri sem notkun á rafbílum er því minni er útblásturinn og er það auðvitað mjög gott mál. Þetta eru í kringum 80 stöðvar sem við gefum, verkefnið er komið í fullan gang og von er á stöðvunum til landsins á næstunni,“ segir Hafliði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir