Líkkista flutt með hraði úr líkbílnum og inn í Akraneskirkju.

Tökur á sjónvarpsþáttum standa yfir á Akranesi

Þessa dagana standa yfir tökur á tveggja þátta sjónvarpsseríu sem nefnist Líf eftir dauðann. Verður hún sýnd á RUV um páskana. Akranes og nágrenni er umgjörðin í flestum upptökum og var meðal annars myndað á Vestri Rein í gær. Áætlað er að tökur standi yfir í sjö daga á Akranesi. Margir kunnir leikarar koma við sögu í þáttunum. Í morgun þegar ljósmyndari Skessuhorns átti leið hjá Akraneskirkju stóð yfir upptaka á atriði þar sem líkkista var borin með hraði inn í kirkjuna. Meðal leikara þar mátti sjá Sigurð Sigurjónsson, Jóhann Sigurðarson, Þröst Leó Gunnarsson og Þorsteinn Bachmann. Leikstjóri þáttanna er Vera Wonder Sölvadóttir.

Líf eftir dauðan tekið upp á Akranesi_2

Hér rýna stjórnendur í afrakstur af einni tökunni. Vera Wonder Sölvadóttir leikstjóri næst á mynd og til hægri er Þorsteinn Bachmann „útfararstjóri“.

Líf eftir dauðan tekið upp á Akranesi_3

Harðsnúið lið tökumanna og tæknifólks er á vettvangi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir