Fulltrúar Akraneskaupstaðar og verktakanna við undirritun samninganna í dag. Við borðið sitja f.v. Þráinn E. Gíslason f.h. GS Import, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Ingólfur Hafsteinsson frá Pípó Pípulagningaþjónustu. Fyrir aftan standa f.v. Sigurður Páll Harðarson, Jón B. Ólafsson, Stefán Þór Steindórsson, Valgerður Janusdóttir, Hörður Kári Jóhannesson og Sindri Birgisson.

Framkvæmdir við heita potta og heita laug á Akranesi hefjast 17. október

Fyrr í dag var undirritaður samningur Akraneskaupstaðar við Pípó Pípulagningarþjónustu og GS Import vegna framkvæmda við endurnýjun á heitum pottum Jaðarsbakklaugar og gerð heitrar laugar við Langasand. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist mánudaginn 17. október næstkomandi. Áætlað er að endurnýjun pottanna við Jaðarsbakkalaug verði lokið 1. apríl og að heit laug við Langasand verði tilbúin til notkunar í júlí á næsta ári.

Sundlaugin að Jaðarsbökkum verður áfram í fullri notkun nánast allan verktímann og munu bæjaryfirvöld auglýsa sérstaklega þegar loka þarf öllu svæðinu vegna endanlegs frágangs. Að sögn stjórnenda bæjarins verður markvisst unnið að því að almenn starfsemi sundlaugarinnar raskist sem minnst. Því er ætlunin að prófa, á meðan verkinu stendur, að hita rennibrautarlaugina upp í u.þ.b. 38°C og nota sem heitan pott til að koma til móts við sundlaugargesti á framkvæmdatíma.

Líkar þetta

Fleiri fréttir