Teikning Gjafa af suðausturhlið hótelbyggingarinnar.

Byggingarnefnd samþykkti teikningar að hótelbyggingu

Umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í gær útgáfu byggingarleyfis fyrir 59 herbergja hótelbyggingu á lóðinni Borgarbraut 59 í Borgarnesi. Byggir sú ákvörðun á gildandi deiliskipulagi frá 16. maí 2007, en eins og kunnugt er felldi Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál 23. september sl. úr gildi deiliskipulag frá því í vor þar sem það var ekki talist samræmast aðalskipulagi.

Nefndin samþykkti jafnframt fyrir sitt leyti að láta breyta Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. „Breytingin felst í að breyta ákvæðum og nýtingarhlutfalli á svæðinu sem er tilgreint Miðsvæði M í Borgarnesi. Í nýföllnum úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er litið til þess að nýtingarhlutfall á lóðum innan svæðisins megi ekki fara yfir 1,0. Í áður samþykktu deilskipulagi leit sveitarfélagið á svæðið M sem eina heild þannig að nýtingarhlutfall á einstökum lóðum gætu farið yfir 1,0 og þessi túlkun gerði Skipulagsstofnun ekki athugsemd við. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.“

Nefndin samþykkti auk þess að láta breyta deiliskipulagi við Borgarbraut 55-59 á þann hátt að lóðirnar 55 og 57 verði skildar að en horft verði á skipulag lóðanna Borgarbrautar 57 og 59 í einni heild. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

 

Skipulag fyrir Borgarbraut 59

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir