Bílaleigubíll og kerra fuku við Hafnarfjall

Í gær gerði nokkuð stífa sunnanátt um vestanvert landið og stóð hvassviðrið yfir fram undir miðnætti. Þegar verst lét í gærmorgun náði vindhraði í hviðum 46 metrum á sekúndu við Hafnarfjallið. Tóm snjósleðakerra fauk aftan úr bíl og endaði för eina 200 metra norðan við veginn. Þá fauk einn hinna léttbyggðu Suzuki Jimmy bíla, sem einkum eru notaðir af viðskiptavinum bílaleiga. Hafnaði bíllinn útaf sunnan við veginn. Vafalaust hefur ökumaður lent í einum af hinum þekktu hnútum á þessum stað þar sem vindur getur þeytt léttbyggðum ökutækjum  í báðar áttir. Að sögn lögreglu slasaðist enginn í þessum óhöppum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir