Strætó á ferð um Akrafjallsveg. Ljósm. úr safni: ÁÞ.

Slæmt ferðaveður við fjöll

Áfram verður hvasst á Suður- og Vesturlandi í dag. Nú í hádeginu var suðaustan 15-23 m/s og vindhviður um 40 m/sek við Hafnarfjall. Spáð er að hviður geti orðið enn meiri á næstu tímum.. Veður er einnig slæmt á Kjalarnesi og norðanverðu Snæfellsnesi.  Því er spáð að lægðin gangi yfir og taki að lækja síðdegis og í kvöld.

Líkar þetta

Fleiri fréttir