Fulltrúar þeirra sem hlutu viðurkenningar auk formanns umhverfis- og skipulagsnefndar. F.v. Jónína Erna, Hafdís Ósk Jónsdóttir (sem veitti viðtöku verðlaunum f.h. Jófríðar móður sinnar), Guðrún Fjeldsted, Eva Eðvarðsdóttir og Trausti Jóhannsson. Á myndina vantar fulltrúa frá Veitum sem hlutu viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð við atvinnuhúsnæði.

Hlutu umhverfisverðlaun Borgarbyggðar

Á Sauðamessu sem fram fór í Borgarnesi síðastliðinn laugardag voru árlegar umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar afhentar. Kallað var eftir tilnefningum og er það umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd sem annast framkvæmdina. Jónína Erna Arnardóttir formaður nefndarinnar afhenti verðlaunin ásamt Gunnlaugi A Júlíussyni sveitarstjóra.

Að þessu sinni var snyrtilegasta bændabýlið Ölvaldsstaðir 4 í Borgarbyggð þar sem Guðrún Fjeldsted býr og rekur m.a. hestaleigu. Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús er Fjóluklettur 18 í Borgarnesi, þar sem hjónin Eva Eðvarðsdóttir og Trausti Jóhannsson búa. Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði er aðstaða Veitna (Orkuveita Reykjavíkur), við Sólbakka í Borgarnesi. Loks var veitt sérstök viðurkenning vegna umhverfismála, en þau féllu í hlut Jófríðar Leifsdóttur á Túngötu 15 á Hvanneyri. Verðlaunin eru veitt fyrir snyrtilegt umhverfi, lóð og nærliggjandi svæði sem ábúendur halda snyrtilegu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir