Krakkasport í Stykkishólmi

Íþróttaskólinn Krakkasport í Stykkishólmi er nú vaknaður af sumardvala og kominn á fullt skrið.  Um skólann sjá þær Sigga og María sem báðar eru menntaðar íþrótta- og heilsufræðingar frá Háskóla Íslands.  Skólinn er ætlaður börnum á aldrinum 2-5 ára sem mæta ásamt foreldrum eða forráðamönnum í íþróttahúsið í Stykkishólmi á laugardagsmorgnum þar sem gleðin tekur völd í um það bil klukkustund. Markmið íþróttaskólans er að bæta hreyfi-, líkams- og félagsþroska auk mál- og vitsmunaþroska. Börnin fara í þrautabrautir, taka þátt í leikjum, syngja og skemmta sér. Auk íþróttaskólans bjóða þær Sigga og María upp á sundtíma fyrir börn á sama aldri og hafa einnig verið með ungbarnasund. Mikil aðsókn hefur verið í sportið hjá þeim stöllum og foreldrar ekki síður en börn ánægðir með framtakssemi þeirra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir