Rauði krossinn búinn að opna búð í gamla pósthúsinu

Það fór vel á því að á Sauðamessu í Borgarnesi síðastliðinn laugardag væri fyrsti opnunardagur í nýrri verslun Borgarfjarðardeildar Rauða kross Íslands. Fjölmenni var statt í Borgarnesi og margir sem gerðu sér ferð í nýju búðina til að skoða og gera góð kaup. Þau Kiddi Jói, Sesselja og Kjartan formaður stóðu vaktina þennan fyrsta opnunardag og var létt yfir þeim. Búðin er í björtu og rúmgóðu húsnæði og kveðst RKÍ fólk ánægt með að nú sé hægt að hafa opið lengur og óháð annnarri starfsemi. Verslunin er í húsi við hlið Ráðhússins í Borgarnesi sem lengst af hýsti Póst- og Síma, en TK hársnyrtistofa var síðast á þessum stað með starfsemi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir