Sandvík mun fá nafnið Bára SH. Ljósm. af.

Nýr bátur til heimahafnar í Rifi

Útgerðarfélagið Hjallasandur ehf. á Hellissandi hefur fest kaup á nýjum báti, Sandvík EA frá Árskógsströnd. Var bátnum siglt til hafnar í Rifi síðastliðinn miðvikudag. Sandvík er 43 brúttótonna bátur, smíðaður árið 1996 á Ísafirði. Fyrir á Hjallasandur minni bát sem verður seldur. Mun Sandvíkin fá nafnið Bára SH og er Örn Arnarson skipstjóri. Báturinn verður gerður út á dragnót.

Líkar þetta

Fleiri fréttir