Arion banki eignast tryggingafélagið Vörð

Arion banki hefur eignast 100% hlutafjár í tryggingafélaginu Verði. Í október á síðasta ári sömdu Arion banki og BankNordik um kaupin. Samningurinn var skilyrtur og meðal annars háður samþykki opinberra aðila. Öll skilyrði samingsins hafa verið uppfyllt. „Það er ánægjulegt að kaupin hafi nú gengið í gegn en það tók lengri tíma en við væntum að uppfylla öll skilyrði samninganna,“ segir Höskuldur H Ólafsson bankastjóri. „Það er mikilvægur þáttur í okkar stefnu að bjóða viðskiptavinum alhliða fjármálaþjónustu og með kaupunum á Verði þá bætast skaðatryggingar við okkar fjölbreytta vöru- og þjónustuframboð, en líftryggingar hafa lengi verið hluti af okkar þjónustu í gegnum Okkar líftryggingar. Vörður er öflugt fyrirtæki með sterkt vörumerki á íslenskum tryggingamarkaði og við hlökkum til frekari uppbyggingar félagsins,“ segir Höskuldur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir