900 landsleiksmiðar fara í sölu þriðjudaginn 4. október

KSÍ hefur gefið það út að miðasala á landsleik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fari fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og hefjist kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 4. október. Um er að ræða miða, um 900 talsins, sem teknir voru frá fyrir stuðningsmenn Tyrkja en verða ekki notaðir.  Miðarnir sem fara í sölu eru í hólf: B, J, K og T. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, sunnudaginn 9. október og hefst kl. 18:45.

Verð:

  • Rautt svæði – 7.000 krónur
  • Blátt svæði – 5.000 krónur
  • Grænt svæði – 3.000 krónur
Líkar þetta

Fleiri fréttir