Nýr formaður Framsóknarflokks er Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér ávarpar hann flokksþingið. Skjáskot af Vísi.is

Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins

Nú rétt í þessu voru kynnt í Háskólabíói úrslit í formannskosningu Framsóknarflokksins. Alls kusu 703. Úrslit urðu þau að Sigurður Ingi Jóhannsson forstætisráðherra var kjörinn formaður með 52,6%, hlaut 370 atkvæði. Lilja Alfreðsdóttir hlaut þrjú atkvæði, en auður og/eða ógildur seðill var einn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fráfarandi formaður hlaut 46,8%, eða 329 atkvæði.

Í kjölfar þessara úrslita í kosningu formanns lýsti Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra því yfir að hún drægi framboð sitt til varaformanns til baka og lýsti yfir stuðningi við Lilju Dögg Alfreðsdóttur utanríkisráðherra í embættið. Var Lilja Dögg því sjálfkjörin í embætti varaformanns.

Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins_2

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður ávarpar fundinn. Skjáskot af Vísi.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir