Hvalurinn er nú strandaður á leirunum á Borgarvogi. Ljósm. Davíð Freyr Bjarnason.

Hvalur strandaður á leirunum við Borgarnes

Um sjö metra löng hrefna sást í morgun strönduð á leirunum í Borgarvogi, skammt norðan við leikskólann Klettaborg í Borgarnesi. Nú skömmu fyrir hádegi var enn lífsmark með hvalnum, en lögregla hefur lokað svæðinu til að fólk fari sér ekki að voða við að komast of nærri. Dýrið er sært og því er talið líklegt að það verði aflífað. Ákvörðun um slíkt þarf þó að vera tekin af dýralækni.

Margir eru að fylgjst með hvalnum úr fjarlægð af landi. Fjöldi fólks er staddur í Borgarnesi þar sem árleg Sauðamessa hefst klukkan 13 í dag.

 

Uppfært: Hvalurinn var aflífaður með leyfi yfirdýralæknis um klukkan 13, þar sem hann lá bjargarlaus í leirunum. Hræið af honum var síðdegis dregið á land í Borgarneshöfn.

Skotmaður var fenginn til að aflífa hvalinn. Ljósm. mm.

Líkar þetta

Fleiri fréttir