Tafir á umferð í Borgarnesi vegna vegaframkvæmda

Í dag, fimmtudaginn 29. september, verður unnið að viðgerðum á Borgarbraut í Borgarnesi. Vinnusvæðið nær frá hringtorginu við Snæfellsveg og að gatnamótum við Vesturlandsveg. Þrengt verður að umferð við vinnusvæðin og umferð stýrt framhjá ef þarf á meðan framkvæmdum stendur. Vinnan fer fram frá kl. 10:30 og stendur fram eftir degi. Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir