Eliza Reid forsetafrú afhenti viðurkenningar við opnun sýningarinnar. F.v. Einar Lárusson, Elíza, Hilmar Snorrason, Óðinn Gestsson, Karl Sveinsson, Friðþjófur Sævarsson og Axel Helgason.

Sýningin Sjávarútvegur 2016 stendur nú yfir

Sýningin Sjávarútvegur 2016/Iceland Fiskhing Expo, stendur nú yfir í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Var hún sett í gær og formlega opnuð af forsetahjónunum Guðna Th Jóhannessyni og Elízu Reid. Sýningin verður opin í dag og á morgun. Við opnunina í gær fluttu ávörp þeir Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegsráðherra og Ólafur M Jóhannesson framkvæmdastjóri sýningarinnar. Þá voru afhentar viðurkenningar í sjávarútvegi og afhenti Elíza Reid forsetafrú þær. Þeir sem hlutu viðurkenningar voru Slysavarnaskóli sjómanna, Einar Lárusson fisktæknir, Axel Helgason trillukarl, Fiskvinnslan Íslandssaga á Suðureyri, Fiskmarkaður Þórshafnar og útgerð Saxhamars SH hlaut viðurkenningu Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
Um 120 innlend og erlend fyrirtæki taka þátt í sýningunni og er þar margt að sjá sem fylgir útgerð og fiskvinnslu. Gríðarleg framför hefur á liðnum árum orðið í öllum tækni- og tækjabúnaði og má sjá þversnið af því á sýningunni. Sýning þessi er nú haldin í fyrsta skipti og keppir við Íslensku sjávarútvegssýninguna sem breskir aðilar standi að annað hvert ár og hefur verið haldin í Smáranum í Kópavogi. Sú sýning er ráðgerð eftir eitt ár. Þátttaka á þessari sýningu nú er töluvert ódýrari fyrir sýnendur og nefndi einn þeirra í samtali við Skessuhorn að kostnaður við þátttöku í Laugardalshöllinni væri um þriðjungur á við þátttöku í Íslensku sjávarútvegssýningunni.

Sýningin Sjávarútvegur 2016_3

Aron Baldursson nýr framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands kynnti starfsemi fyrirtækisins.

Sýningin Sjávarútvegur 2016_1

Forsetahjónin opnuðu sýninguna með að klippa á borða.

Sýningin Sjávarútvegur 2016_2

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flutti ávarp.

Sýningin Sjávarútvegur 2016_4 Sýningin Sjávarútvegur 2016_5 Sýningin Sjávarútvegur 2016_6 Sýningin Sjávarútvegur 2016_7

Líkar þetta

Fleiri fréttir