Skóli án aðgreiningar fyrir börn og fullorðna

Menntastefnan „skóli án aðgreiningar“ var innleidd í grunnskóla landsins fyrir allnokkrum árum. Stefnunni hefur verið fylgt eftir innan stjórnkerfis menntamála og hafa ýmis sérúrræði, svo sem sérskólar af ýmsu tagi, víðast hvar verið lögð niður. Almennir grunnskólar eru með mun breiðari hóp nemenda en áður var og einn af þeim skólum er Grundaskóli á Akranesi. Það sem felst í skóla án aðgreiningar er að veita nemendum jöfn tækifæri til náms. Hugmyndafræðin snýst um að allir nemendur eigi rétt á að stunda nám við sitt hæfi og eiga tækifærin að vera jöfn, óháð atgervi og aðstæðum hvers og eins. Í aðalnámsskrá grunnskóla kemur fram að þess eigi að vera gætt að tækifærin ráðist ekki af því hvort nemandi er af íslensku bergi brotinn eða af erlendum uppruna. Þau séu óháð því hvort um drengi eða stúlkur er að ræða, hvar nemandinn býr, hverrar stéttar hann er, hvaða trúarbrögð hann aðhyllist, hver kynhneigð hans er, hvernig heilsufari hans er háttað eða hvort hann býr við fötlun.

Í Skessuhorni vikunnar er ítarleg frásögn af því hvernig Grundaskóli tekur á verkefinu skóli án aðgreiningar. Þar eru engir undanskyldir, yngri sem eldri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir