Snæfellsbær hefur meðal annars bætt aðgengi að Bjarnafossi með góðum árangri. Ljósm. wolfgangstrobel.com

Ferðaþjónusta skipulögð með náttúrvernd að leiðarljósi

Straumur ferðamanna í Snæfellsbæ hefur aukist verulega á undanförnum árum og má búast við að þeir verði um hálf milljón á þessu ári. Til að taka á móti þessum fjölda hefur Snæfellsbær reynt að skipuleggja hvernig dreifa megi ferðamönnum um sveitarfélagið, til að tryggja vernd náttúruperla og koma í veg fyrir of mikinn ágang ferðamanna. Skipulagningarvinnan er liður í vinnu sveitarfélagsins að nýju aðalskipulagi sem taka á gildi næsta vor. „Við höfum reynt að hugsa fram í tímann og byrjuðum fyrir fjórum árum að skipuleggja hvernig við gætum dreift ferðamönnum í Snæfellsbæ. Við fórum í það að skoða náttúruperlur sem við töldum mjög áhugaverðar en voru kannski ekki mikið sóttar vegna þess að aðgengi var ekki gott,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar í samtali við Skessuhorn.

Nánar er rætt við Kristinn í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir