Segir góð fjarskipti ásamt raforku vera bakstykkið að uppbyggingu í kjördæminu

Skessuhorn mun í þeim tölublöðum sem koma út fram að kosningum til Alþingis 29. október næstkomandi eiga samtal við fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram lista í Norðvesturkjördæmi. Ekki liggur enn nákvæmlega fyrir hve mörg framboðin verða. Kann því að vera að einhverjir listar eigi enn eftir að líta dagsins ljós.

Haraldur Benediktsson skipar oddvitasætið á lista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi, sem býður að venju fram undir listabókstafnum D. Hann er kvæntur Lilju Guðrúnu Eyþórsdóttur og eiga þau þrjú börn. Þau hjón eru kúabændur á bænum Reyni undir Akrafjalli. Haraldur hefur verið þingmaður kjördæmisins síðan 2013 og hefur átt sæti í atvinnuveganefnd og fjárlaganefnd á yfirstandandi kjörtímabili. Áður en hann tók sæti á þingi var hann formaður Bændasamtaka Íslands og þar áður formaður Búnaðarsamtaka Vesturlands. En þrátt fyrir að hafa um allnokkurt skeið staðið í ströngu í félags- og stjórnmálum kveðst Haraldur vera feiminn. „Ég er feiminn að eðlisfari og það háir mér. Stundum kann það að virðast hroki en sú er alls ekki raunin. Ég hef þó með tíð og tíma lært að láta ekki undan þessu, því ef maður gerði það þá held ég að maður hafi verið sigraður,“ segir Haraldur.

Sjá ítarlegt viðtal við Harald í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir