Grútarmengun í Rifshöfn

Mikil grútarlykt er á Rifi þessa dagana vegna makríls sem drapst í höfninni fyrr í þessum mánuði. Er fjaran öll þakin grút og lyktin eftir því. Kafað var í höfninni á dögunum til að athuga hvernig ástandið væri á botninum. Töluvert magn af dauðum makríl liggur þar og ekki von á að ástandið batni mikið í bráð. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig ástandið er þar sem bátar eru teknir upp. Er rennan þakin í grút og dauðum makríl.

Líkar þetta

Fleiri fréttir