Grímshússfélagið leitar að leigjendum

Stjórn Grímshússfélagsins í Borgarnesi auglýsir hér með eftir áhugasömum aðilum til að leigja Grímshús í Brákarey í Borgarnesi. Áhugasamir skulu leggja fram hugmyndir sínar og áætlanir um þá starfsemi sem þeir hyggjast hafa í húsinu. Til greina kemur að leigja húsið út til nokkurra ára ef samkomulag næst. Stærð hússins er um 167m2 auk millilofts. Húsið er frágengið að utan en óinnréttað þannig að áhugasamir geta haft nokkur áhrif á frágang að innan. Tilboðum og hugmyndum skal skila á grimshusbrakarey@gmail.com fyrir 7. október 2016.

Líkar þetta

Fleiri fréttir