Nemendur, starfsfólk og fulltrúar úr foreldrafélaginu. Ljósm. þa.

Færðu Kríubóli Kastalann Kára

Foreldrafélagið Leikur afhenti leikskólanum Kríubóli á Hellissandi Kastalann Kára síðastliðinn föstudag og hefur hann verið settur upp á lóð skólans. Við sama tækifæri var Lilja Ólafardóttir kvödd en hún hefur setið í stjórn foreldrafélagsins óslitið síðustu 12 ár.

Kastalinn er höfðingleg gjöf sem tók tíma að safna fyrir. Hann kostaði tæpar þrjár milljónir króna og safnaði foreldrafélagið fyrir honum með styrkjum frá fyrirtækjum, einstaklingum og félagasamtökum í bæjarfélaginu. Einnig var félagið duglegt að halda svokallaða “kaffihúsadaga” á leikskólanum en þar var systkinum, ömmum, öfum og fleirum boðið í kaffi og með því. Kastalinn hefur slegið í gegn hjá leikskólabörnunum og eru þau mjög ánægð með hann.

Það voru mörg fyrirtæki og einstaklingar sem styrktu þetta verkefni foreldrafélagsins og vill stjórn félagsins fá að koma á framfæri kæru þakklæti fyrir stuðninginn til eftirtalinna: Apótek Ólafsvíkur ehf, Breiðavík ehf, Brim hf, Fiskmarkaður Íslands hf, Guðmundur Kristjánsson, Gunnhildur K. Hafsteinsdóttir, Hafnarsjóður Snæfellsbæjar, Hraðfrystihús Hellissands, Ingibjörg K. Kristjánsdóttir, Jónas Gunnarsson og Jenný Guðmundsdóttir, KG fiskverkun ehf, Kristinn J. Friðþjófsson, Kvenfélag Ólafsvíkur, Landsbankinn hf, Lionsklúbburinn Rán, Nónvarða ehf, Óskar Skúlason, Snæfellsbær, Steinunn hf, Valafell ehf, Verkalýðsfélag Snæfellinga.

Líkar þetta

Fleiri fréttir