Gamla klúbbhúsið var byggt um miðja síðustu öld og uppfyllir ekki lengur þær kröfur sem gerðar eru.

Bætt félagsaðstaða hefur verið draumsýn okkar í mörg ár“

Forsvarsmenn Golfklúbbsins Leynis hafa kynnt bæjaryfirvöldum á Akranesi hugmyndir sínar um nýja félagsaðstöðu í stað þeirrar sem nú stendur við Garðavöll. „Núverandi húsnæði takmarkar okkar starfsemi töluvert og er orðið barn síns tíma. Húsið var byggt um miðja síðustu öld, er orðið lúið og hentar ekki nægilega vel til að við getum haldið áfram uppbyggingu á starfi klúbbsins,“ segir Þórður Emil Ólafsson, formaður GL, í samtali við Skessuhorn. Einnig segir Þórður að forsvarsmenn klúbbsins horfi til þeirrar umræðu sem verið hefur innan Golfsambands Íslands að undanförnu að raða völlum landsins í flokka eftir gæðum. „GSÍ hefur verið að skoða að raða golfvöllum upp í gæðaröð og stilla þeim upp í A, B og C flokka eftir gæðum. Það mat næði til vallarins sjálfs en tæki líka mið af allri umgjörð, það er að segja félagsaðstöðu og æfingasvæðis,“ segir Þórður.

Nánar um áform félagsins í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir