Samfylkingin í NV ákveður lista á laugardaginn

Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi heldur kjördæmisþing laugardaginn 24. september kl. 10-12 á Grand Hótel í Reykjavík, salnum Háteig B. „Þar verður gengið frá framboðslista fyrir alþingiskosningar. Þar verður einnig farið yfir hagnýt mál í aðdraganda komandi alþingiskosninga. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á kjördæmisþingið og taka virkan þátt í starfi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í kosningabaráttunni sem framundan er,“ segir í fréttatilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir