Dröfn við kolarannsóknir

Það vakti athygli fréttaritara Skessuhorns í síðustu viku að sjá Dröfn RE 65 við hafnarkantinn í Grundarfirði með forláta plóg hangandi aftan úr skipinu. Skipið var við rannsóknir á kola í Grundarfirði og notaði þennan plóg til þeirra. Eitthvað voru skipverjar í vandræðum því ekki náðust veiðarfærin um borð í skipið. Þá var kallaður til kranabíll til að hífa plóginn svo hægt væri að hreinsa leir og drullu úr honum. Það gekk ágætlega og stoppaði skipið stutt við í Grundarfjarðarhöfn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir