Tuttugu þúsund króna sekt fyrir að aka um á nagladekkjum

Alls voru teknar 106 myndir af ökumönnum sem óku of hratt framhjá hraðamyndavélinni við Fiskilæk sunnan Hafnarfjalls í vikunni sem leið. Lögreglumenn á Vesturlandi tóku auk þess 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur í eftirliti á vegum í umdæminu. Einn ökumaður var tekinn fyrir meinta ölvun við akstur eftir að hann var valdur að umferðaróhappi og stungið af. Annar ökumaður var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í bílnum hjá honum fundust kannabisefni ætluð til eigin nota. Loks var einn ökumaður stöðvaður í umferðareftirliti og reyndist hann aka á fjórum nagladekkjum sem á þessum árstíma er bannað, allt fram í nóvember. Var hann rukkaður um 20 þúsund krónur í sekt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir