Stjórnarþingmaður biður öryrkja og eldri borgara afsökunar

Karl Garðarsson alþingismaður Framsóknarflokks biður eldri borgara og öryrkja afsökunar á að kjör þeirra skuli ekki hafa verið bætt í tíð núverandi ríkisstjórnar. „Það er ófyrirgefanlegt,“ segir Karl í grein sem hann skrifar á vefmiðilinn Eyjuna. Hann bætir m.a. við að nú þegar rétt um sjö vikur eru til kosninga bóli ekkert á aðgerðum til að bæta kjör þessara hópa í þjóðfélaginu og það þótt nægir fjármunir séu fyrir hendi.

Grein Karls má lesa hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir