Arnarstapi í Snæfellsnesi.

Sjómenn kjósa um verkfallsboðun

Útlit er að verkfallsvopninu verði beitt í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Sjómannasamband Íslands hefur beint því til aðildarfélaga sinna að hefja undirbúning að verkfalli á fiskiskipaflotanum. „Það liggur fyrir að ekki mun nást samkomulag við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eftir að sjómenn felldu kjarasamninginn. Í ljósi þess að aðilar ná ekki saman um ásættanlega lausn og það hefur slitnað upp úr viðræðunum er ekkert annað í stöðunni en að hefja undirbúning að kosningu um verkfall á meðal sjómanna,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Komi til verkfalls gæti það náð til um tvö þúsund félagsmanna innan Sjómannasambandsins. Miðað er við að atkvæðagreiðsla um verkfall hefjist 15. september og að henni ljúki á hádegi 17. október. Komi til verkfalls mun það hefjast að kvöldi 10. nóvember.

Líkar þetta

Fleiri fréttir