Minnismerkið um Jón Thoroddsen komið á nýjan stað og hér má auk þess sjá tvo af tíu nýjum bekkjum sem Vinafélagið gaf. Ljósm. reykholar.is

Vinafélag Barmahlíðar gefur tíu bekki

Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir á stórum hluta opins svæðis á Reykhólum í grennd við dvalar- og hjúkrunarheimilisið Barmahlíð, eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni. Jarðvinnu er lokið fyrir knattspyrnuvöll milli skólans og dvalarheimilisins, steyptir hafa verið göngustígar og gert torg þangað sem minnismerkið um Jón Thoroddsen hefur verið fært. Framkvæmdum er hvergi nærri lokið og mun ekki ljúka á þessu ári. Nú hefur Vinafélag Barmahlíðar gefið tíu bekki sem komið hefur verið fyrir meðfram gönguleiðinni. Nokkrir bekkjanna eru við Barmahlíð en aðrir eru víðs vegar við göngustígana. Bekkirnir voru smíðaðir af Sveini Ragnarssyni á Svarfhóli og eru úr Síberíulerki, sem ekki á að fúna þó ekki sé borið á það viðarvörn, heldur gránar það og dökknar þegar það veðrast.

Líkar þetta

Fleiri fréttir