Siglt með ferðamenn í eyjaskoðun. Ljósm. sá.

Skipafans í Stykkishólmshöfn

Breiðafjarðarferjan Baldur og skemmtiferðaskipið Ocean Dimond voru bæði í höfn í Stykkishólmi um helgina. Þegar tvö svo stór skip eru í höfninni í einu skilja þau ekki mikið pláss eftir. Hér má sjá þegar farþegabátnum Særúnu er siglt milli skipanna með farþega á laugardaginn. Veðrið var einstaklega kyrrt og fallegt og þess nutu farþegar Særúnar í siglingu um eyjarnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir