Píratar reyna hópfjármögnun til að safna í kosningasjóð

Píratar hafa kynnt til sögunnar samstarf við Karolinafund vegna fjármögnunar kosningabaráttu flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Frá því um áramót hafa Píratar mælst einn stærsti stjórnmálaflokkur landsins og málefni Pírata hafa notið hjómgrunns hjá hluta þjóðarinnar. Á stefnumótunarfundi Pírata um helgina, þar sem efstu fimm frambjóðendur á listum Pírata voru, var ákveðið að fjáröflun fyrir kosningasjóð yrði hleypt af stokkunum með því að leita til Korolinafund.

„Um sögulegan atburð er að ræða en aldrei áður hefur stjórnmálaflokkur á Íslandi freistað þess að fjármagna kosningabaráttu sína á þennan hátt. Píratar ákváðu að velja þessa leið þar sem að flokkurinn vill sækja styrk sinn til þjóðarinnar og vera óháður sérhagsmunaöflum, nú sem endranær. Við óskum því eftir stuðningi þjóðarinnar til þess að fjármagna kosningabaráttu okkar til þess að við getum komið skilaboðum okkar skýrt á framfæri og breytt samfélaginu okkar til hins betra,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Hlekkurinn á síðuna er: piratar.karolinafund.com

Líkar þetta

Fleiri fréttir