Norðurál og Landsvirkjun undirrita raforkusamning

Eins og greint var frá í maí síðastliðnum náðu Landsvirkjun og Norðurál samkomulagi um endurnýjun raforkusamnings fyrirtækjanna sem upphaflega var gerður árið 1997, á kjörum sem tengt verður markaðsverði í Norður-Evrópu. Var samningurinn sendur til forskoðunar hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, en undirritun beið þess að forskoðun lyki. Henni er nú lokið með jákvæðri niðurstöðu ESA og hafa samningsaðilar því undirritað fyrirliggjandi samning. Hann verður nú stendur til ESA til formlegrar og endanlegrar umfjöllunar, en búist er við afgreiðslu stofnunarinnar fyrir áramót.

Hinn framlengdi samningur nær til fjögurra ára og hljóðar upp á 161 MW, sem er um nær þriðjungur af orkuþörf álvers Norðuráls á Grundartanga. Samningurinn tekur gildi í nóvember 2019 og gildir til loka árs 2023. Núgildandi samningur verður því áfram í gildi til októberloka 2019. Endurnýjaður samningur verður tengdur markaðsvirði raforku á Nord Pool raforkumarkaðnum. Kemur það í stað álverðstengingar í gildandi samningi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir