Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning

Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem stóð dagana 31. ágúst til 5. september. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var sú að 39,67% vildu samþykkja samninginn en 57,46% voru á móti. Tæp 3% atkvæðaseðla voru auðir. Á kjörskrá voru 4513 en 3028 greiddu atkvæði, eða 67,1% félagsmanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir