Býr til varning úr ljósmyndum sem hann tekur

Finnur Andrésson áhugaljósmyndari á Akranesi hefur verið mikið á ferðinni með myndavélina síðustu árin og framleiðir auk þess minjagripi þar sem hann notar myndefnið. „Ég er nú að framleiða dagatal þriðja árið í röð. Allar myndirnar á því eru norðurljósamyndir eftir mig sem teknar eru á Vesturlandi. Það er prentað á ljósmyndapappír og fá myndirnar að njóta sín sem mest. Nú er ég svo einnig farinn að framleiða hálsmen og einnig púða,“ segir Finnur.

Finnur hefur verið mjög duglegur að taka myndir síðustu árin og hafa sumar þeirra ratað út fyrir landssteinana. „Ég er alltaf með myndavélina á mér og ávallt tilbúinn. Ég er líklega ofvirkasti ljósmyndari Skagans í það minnsta. Ég reyni allt til þess að koma mér á framfæri en það er mikil vinna. Ég er alltaf að senda tölvupósta og kynna mig, stundum sendi ég tuttugu tölvupósta til að bjóða efni, fæ kannski nítjan nei en eitt já. Til að skapa sér nafn skiptir dugnaðurinn meira máli en gæðin. Það eru örugglega margir á Akranesi sem eru færari en ég í að taka myndir en gera ekkert við myndirnar eða eru að bíða eftir að tækifærið detti í hendurnar á þeim.“

Sjá nánar í síðasta Skessuhorni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir