
Soffía Björg frumsýndi nýtt tónlistarmyndband
Tónlistarsíðan Consequence of Sound frumsýndi fyrr í vikunni tónlistarmyndband við ‘I Lie’ með Soffíu Björg Óðinsdóttur frá Einarsnesi. Síðan er ein af fjórum áhrifamestu tónlistarsíðum heimsins í dag ásamt Billboard, Pitchfork og Rolling Stone. Myndbandið við ‘I Lie’ var tekið upp fyrir nokkrum dögum og er nokkurskonar óður til fyrstu framkomu Bítlanna í Ameríku í sjónvarpsþætti Ed Sullivan. Myndbandinu er leikstýrt af Melvin Krane & Associates. Frumsýningu Cos á tónlistarmyndbandinu við ‘I Lie’ má sjá hér:
Iceland’s Soffía Björg homages The Beatles with video for new single “I Lie” — watch
Lagið ‘I Lie’ kemur út á heimsvísu á morgun, föstudag. ‘I Lie’ er fyrsta lagið sem Soffía Björg gefur út frá upptökuhrinu sem hún átti með tónlistarfólkinu Ingibjörgu Elsu Turchi, Kristofer Rodriquez Svönusyni, Pétri Þór Benediktssyni og breska upptökustjóranum Ben Hillier í Sundlauginni í febrúar og apríl á þessu ári. Ben Hillier hefur meðal annars stjórnað upptökum á plötum Blur, Elbow, Graham Coxon, Nadine Shah og Depeche Mode.