Rannsakar breska háskólakórahefð í Oxford

Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, forseti félagsvísindadeildar við Háskólann á Bifröst, hlaut nýverið styrk til eins árs rannsóknastarfa við Oxford-háskóla og verður því búsett þar í borg skólaárið 2016-2017. Um er að ræða styrk (individual fellowship) úr Marie Sklodowska-Curie áætlun Evrópusambandsins og mun Sigrún Lilja starfa við tónlistardeild háskólans. Rannsóknarverkefni hennar snýr að tónlistarhefð og tónlistarstarfi innan veggja háskólans með sérstakri áherslu á sögu, hefðir og menningarpólitísk álitamál.

„Aðdragandinn að verkefninu er sá að ég komst í kynni við Eric Clarke, prófessor við tónlistardeild Oxford-háskóla. Hans sérgrein er tónlistarsálfræði og þegar ég nefndi við hann þá hugmynd, sem ég hafði lengi gengið með í maganum, að skoða kórastarf innan Oxford-háskóla, þá fór boltinn að rúlla,“ segir Sigrún Lilja sem sótti um styrkinn með dyggum stuðningi starfsfólks innan Oxford háskóla.

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira