Rannsakar breska háskólakórahefð í Oxford

Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, forseti félagsvísindadeildar við Háskólann á Bifröst, hlaut nýverið styrk til eins árs rannsóknastarfa við Oxford-háskóla og verður því búsett þar í borg skólaárið 2016-2017. Um er að ræða styrk (individual fellowship) úr Marie Sklodowska-Curie áætlun Evrópusambandsins og mun Sigrún Lilja starfa við tónlistardeild háskólans. Rannsóknarverkefni hennar snýr að tónlistarhefð og tónlistarstarfi innan veggja háskólans með sérstakri áherslu á sögu, hefðir og menningarpólitísk álitamál.

„Aðdragandinn að verkefninu er sá að ég komst í kynni við Eric Clarke, prófessor við tónlistardeild Oxford-háskóla. Hans sérgrein er tónlistarsálfræði og þegar ég nefndi við hann þá hugmynd, sem ég hafði lengi gengið með í maganum, að skoða kórastarf innan Oxford-háskóla, þá fór boltinn að rúlla,“ segir Sigrún Lilja sem sótti um styrkinn með dyggum stuðningi starfsfólks innan Oxford háskóla.

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir