VG í Norðvesturkjördæmi frestar forvali og sendir út nýja kjörseðla

Samkvæmt staðfestum heimildum Skessuhorns hefur kjörstjórn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi ákveðið að send verði út ný kjörgögn til allra félagsmanna vegna forvals í kjördæminu. Áður sendir kjörseðlar eru því ógildir. Ástæðan er samkvæmt sömu heimildum skortur á upplýsingum í kjörgögnum til félagsmanna um frambjóðendur auk þess sem reglur um fjölda sem átti að merkja við á kjörseðlinum voru óljósar. Forvalið átti að hefjast í dag, 31. ágúst og síðasti dagur til að póstleggja atkvæðaseðla átti að vera 5. september. Nú verður bætt nýjum upplýsingum í kjörgögn og aðrir seðlar póstlagðir til 1.102 félagsmanna. Ekki liggur fyrir nákvæm tímasetning seinna forvalsins, þar sem ekki er búið að prenta kjörgögn. Upplýsinga er að vænta síðar í dag um nýja tímasetningu forvalsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir