Nýtt listaverk við Byggðasafnið á Akranesi

Síðastliðinn föstudag var nýtt listaverk afhjúpað á Safnasvæðinu í Görðum á Akranesi. Listaverkið er eftir Ivar Feldmann frá Eistlandi og er skúlptúr úr járni sem smíðaður var á Eldsmíðahátíð sem haldin var fyrr í sumar á safninu. Ivar ákvað að gefa Byggðasafninu skúlptúrinn í þakklætisskyni fyrir það að Ísland var fyrsta þjóðin til þess að viðurkenna endurreist sjálfstæði Eistlands árið 1991.

Skúlptúrinn ber nafnið „Illmapuu“ sem getur þýtt lifandi tré eða trjáprik. Orðið getur einnig merkt; stærsta tréð í skóginum. Listamaðurinn Ivar segir orðið Yggdrasil sé það orð sem á hvað mest skylt við Illmapuu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir