Gylfi Ólafsson hagfræðingur skipar efsta sætið á lista Viðreisnar í NV kjördæmi.

Gylfi leiðir lista Viðeisnar

Fréttavefurinn bb.is greinir í dag frá því að uppstillingarnefnd Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi hafi ákveðið hverjir skipi efstu þrjú sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum í haust. Í efsta sæti listans verður Gylfi Ólafsson hagfræðingur. Hann er frá Ísafirði en búsettur í Reykjavík. Í öðru sæti verður Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Þriðja sætið skipar Sturla Rafn Guðmundsson í Garðabæ, svæðisstjóri Rarik á Vesturlandi. „Fullskipaður listi Viðreisnar verður gerður opinber 12. september ásamt listum flokksins í öðrum kjördæmum,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður uppstillingarnefndar Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi í samtali við BB.

Líkar þetta

Fleiri fréttir