Breiðin á Akranesi.

Funda í kvöld um almannatryggingakerfið og lífeyrissjóðina

Flokkur Fólksins boðar til fundar í Tónlistarskólanum á Akranesi í kvöld klukkan 19:30 um samspil tryggingakerfisins við lífeyrissjóði og þær bætur sem stjórnarflokkarnir hafa lofað að hrinda fram með því að samþykkja breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007. Vakin er athygli á að í auglýsingu í Skessuhorni í dag er sagt að fundurinn verði miðvikudaginn 29. ágúst, en það á að vera 31. ágúst.

„Einum fulltrúa, ráðherra eða þingmanni hefur verið boðið að hafa framsögu frá hvorum stjórnarflokki. Andvör munu veita Halldór Gunnarsson, formaður kjararáðs EM í Rangárvallasýslu og Guðmundur Ingi Kristinsson formaður Bótar. Auk þess verða umræður og fyrirspurnir. Allir eru velkomnir,“ segir í tilkynningu frá Flokki Fólksins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir