Breiðin á Akranesi.

Funda í kvöld um almannatryggingakerfið og lífeyrissjóðina

Flokkur Fólksins boðar til fundar í Tónlistarskólanum á Akranesi í kvöld klukkan 19:30 um samspil tryggingakerfisins við lífeyrissjóði og þær bætur sem stjórnarflokkarnir hafa lofað að hrinda fram með því að samþykkja breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007. Vakin er athygli á að í auglýsingu í Skessuhorni í dag er sagt að fundurinn verði miðvikudaginn 29. ágúst, en það á að vera 31. ágúst.

„Einum fulltrúa, ráðherra eða þingmanni hefur verið boðið að hafa framsögu frá hvorum stjórnarflokki. Andvör munu veita Halldór Gunnarsson, formaður kjararáðs EM í Rangárvallasýslu og Guðmundur Ingi Kristinsson formaður Bótar. Auk þess verða umræður og fyrirspurnir. Allir eru velkomnir,“ segir í tilkynningu frá Flokki Fólksins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira