Formaður flokksins fær mótframboð í oddvitasætið

Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi ætlar að bjóða sig fram í oddvitasæti í kjördæminu og freistar þess að fella af stalli formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Héraðsfréttablaðið Vikudagur greinir frá bréfi sem Höskuldur ritaði flokksmönnum í kjördæminu. Þar segist hann jafnframt styðja að Framsóknarflokkurinn kjósi Sigurð Inga Jóhannsson í stöðu formanns á flokksþingi sem fram fer í haust.

Líkar þetta

Fleiri fréttir