Buðu fornbílafjelögum í skúrinn

Ingimar Magnússon og Brynja Helgadóttir á Akranesi eru mikið bílaáhugafólk. Þau hafa komið sér upp snyrtilegri aðstöðu að Kalmansvöllum 3 á Akranesi þar sem fornbílar þeirra eru geymdir. Ingimar og Brynja eru virkir félagar í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar og miðvikudaginn 24. ágúst síðastliðinn buðu þau félögum sínum í heimsókn í skúrinn að Kalmansvöllum. Heimboðið í skúrinn var að sögn þeirra hjóna ekki af neinu sérstöku tilefni. Þau langaði bara að bjóða öðru bílaáhugafólki að koma á Akranes og eiga saman góða kvöldstund.

Þegar klukkan sló átta renndi hver mótorfákurinn af öðrum í hlað og var fornbílunum lagt fyrir framan skúrinn. Fornbílafjelagar virtu fyrir sér fararskjóta hvers annars, ræddu saman og þáðu kaffiveitingar hjá Ingimar og Brynju. Heimsóknin endaði svo með rúnti um Akranes, niður að vita og til baka áður en hver hélt heim á leið.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir