Matfugl innkallar kjúklingastrimla

Við reglubundið innra eftirlit Matfugls ehf. greindist bakterían Listeria Monocytogenes í pakkningu af Matfugls kjúklingastrimlum. Fyrirtækið hefur því ákveðið að innkalla vöruna í varúðarskyni. Innköllunin nær eingöngu til pakkninga með lotunúmerinu 3101126331 með best fyrir dagsetninguna 03.09.2016. Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni til fyrirtækisins eða í viðkomandi verslun. „Beðist er velvirðingar á óþægindum sem innköllunin kann að valda neytendum,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir