Hér tekur Svanur í Dalsmynni Korku til kostanna. Ljósm. iss.

Landskeppni smalahunda fór fram í Miðdölum

Landskeppni Smalahundafélags Íslands 2016 var haldin að Bæ í Miðdölum í Dalasýslu um liðna helgi. Keppnin var samstarfsverkefni Smalahundafélags Snæfellsness- og Hnappadalssýslu og Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu. Að Bæ er frábær aðstaða fyrir keppnina bæði fyrir áhorfendur og þátttakendur. Ekki spillti ánægju gesta að mikil veðursæld var í sveitinni þennan dag. Ekki hefur áður verið haldin fjárhundakeppni í Dölum en eins og alltaf þegar þannig háttar er áhorfendahópurinn stór. Keppt var í þremur flokkum en alls voru 18 hundar skráðir til keppni; A-flokkur fyrir reynda, B-flokkur fyrir hunda eldri en þriggja ára og hafa ekki fengið yfir 50 stig í rennsli í landskeppni og loks var Unghundaflokkur fyrir yngri en þriggja ára hunda. Styrktaraðilar mótsins voru Jötunn Vélar Selfossi og Lífland sem gáfu öll verðlaun. Úrslit urðu þessi:

 

A – flokkur

  1. sæti. Svanur Guðmundsson og Korka frá Miðhrauni, fimm ára. 154 stig.
  2. sæti. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Frigg frá Kýrholti, þriggja ára. 153 stig.
  3. sæti. Gunnar Guðmundsson og Karven Taff frá Englandi, átta ára. 152 stig.

 

B – flokkur

  1. sæti. Brynjar Hildbrandsson og Þristur frá Daðastöðum, fjögurra ára. 146 stig
  2. sæti. Brynjar Hildibrandsson og Kobbi frá Húsatóftum, fjögurra ára. 140 st.
  3. sæti. Björn Viggó Björnsson og Tinna frá Stokkseyri, sex ára. 107 stig.

 

Unghundar

  1. sæti. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Píla frá Húsatóftum, 18 mánaða. 137 stig.
  2. sæti. Maríus Snær Halldórsson og Elsa frá Hallgilsstöðum, 19 mánaða. 131 stig.
  3. sæti. Kristinn S Hákonarson og Mist frá Bretlandi 32ja mánaða. 1 rennsli. 82 stig.
Líkar þetta

Fleiri fréttir