
Koma slasaðri göngukonu til bjargar
Björgunarsveitir á Snæfellsnesi voru kallaðar út um klukkan 13.30 í dag til aðstoðar ferðakonu sem slasast hafði á fæti í gönguferð við Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi. Björgunarsveitarmenn munu koma konunni undir læknishendur.