Féll af mótorhjóli

Aðeins urðu fimm umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku og telst það, að sögn Theódórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns, vera vel sloppið miðað við undanfarnar vikur. Ökumaður bifhjóls hlaut minniháttar meiðsli er hann féll af hjóli sínu á Snæfellsnesvegi við Emmuberg á Skógarströnd í gær. Var hann fluttur á sjúkrahús til nánari skoðunar. Hin óhöppin voru öll minniháttar og án meiðsla á fólki. Engir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- eða fíkniefnaakstur í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku. Lögregla tók um 50 ökumenn fyrir of hraðan akstur í umferðareftirlitinu í umdæminu og þá voru teknar myndir af 1303 ökumönnum fyrir of hraðan akstur í vikunni sem leið. Þar af voru 216 myndir teknar með hraðamyndavélinni sem staðsett er við Fiskilæk sunnan Hafnarfjalls.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira