Segir að gera þurfi landið að einu strandveiðisvæði

Guðbrandur Björgvinsson frá Stykkishólmi hefur róið á báti sínum Arnari II SH á strandveiðum í sumar og gert út frá Ólafsvík. Hann segir í samtali viði Skessuhorn að þetta hafi verið skemmtilegur veiðiskapur. „Ég vil byrja á því að þakka sjávarútvegsráherra fyrir þá aukningu sem hann setti inn í kerfið í ár. Ég er sáttur við kerfið að öðru leyti en því að það þarf að breyta þessari svæðaskiptingu sem nú er við líði og hafa landið bara eitt svæði i staðinn fyrir fjögur. Veiðarnar ættu að byrja eftir hrygningarstoppið sem lýkur 21. apríl og standa yfir til 10. september. Að öðru leyti er þetta gott kerfi,“ segir Guðbrandur. Hann bætir því við að strandveiðar með þessu fyrirkomulagi standi ekki undir mikilli fjárfestingu. „Ég var að taka saman útkomuna hjá mér í sumar og eftir standa þetta 500-600 þúsund krónur þegar laun og annar kostnaður hefur verið greiddur. „Þetta er ágætis sumarvinna fyrir þá sem eiga báta sína skuldlausa,“ segir Guðbrandur að lokum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira