Horft inn Staðarhólsdal í Saurbæ í Dölum. Í forgrunni má sjá minnismerki um Sturlu Þórðarson, Stein Steinarr og Stefán frá Hvítadal, sem allir bjuggu í Saurbæ, mislengi þó. Ljósm. Christian Bickel/Wikimedia Commons.

Heiðra minningu Sturlu Þórðarsonar

Tillögur Svavars Gestssonar varðandi minningu Sturlu Þórðarsonar sagnaritara voru teknar fyrir á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þriðjudaginn 16. ágúst síðastliðinn. Lagt er til að komið verði upp upplýsingaskilti um Sturlu að Staðarhóli í Saurbæ og að sótt verði um fé til verksins í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Sveitarstjórn samþykkti með sex atkvæðum að koma að undirbúningi við uppsetningu skiltisins, funda með landeigendum og undirbúa umsókn í framkvæmdasjóð að fengnu samkomulagi við landeigendur. Sturla Þórðarson sagnaritari, lögmaður, lögsögumaður og skáld fæddist árið 1214 og bjó að Staðarhóli bróðurpart ævi sinnar. Þangað var hann fluttur og jarðsettur eftir að hann lést í Fagurey á Breiðafirði árið 1284.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira