G. Valdimar Valdemarsson skipar efsta sæti listans í NV kjördæmi.

Björt framtíð kynnir efstu frambjóðendur á listum

Stjórn Bjartrar framtíðar hefur samþykkt sex efstu á framboðslistum í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í haust. „Á listunum er fjölbreytt flóra frambjóðenda með víðtæka menntun og reynslu. Fjórðungur frambjóðenda starfar innan menntakerfisins, 14% þeirra eru í háskólanámi og því ljóst að menntamál munu leika stórt hlutverk,“ segir m.a. í tilkynningu frá flokknum. Í Norðvesturkjördæmi skipar G. Valdimar Valdemarsson framkvæmdastjóri efsta sæti listans. Næstir honum eru: Kristín Sigurgeirsdóttir skólaritari og MLM nemandi í forystu og stjórnun er í öðru sæti, Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir skólaliði og handverkskona í þriðja, Matthías Freyr Matthíasson barnaverndarstarfsmaður og laganemi í fjórða, Gunnsteinn Sigurðsson umsjónarþroskaþjálfi og grunnskólakennari í fimmta sæti og Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson fjallaleiðsögumaður er í sjötta sæti listans.

Líkar þetta

Fleiri fréttir