Eigendur Vélsmiðju Grundarfjarðar, þeir Þórður Magnússon og Remigijus Bilevicius.

„Við kunnum að borða fíl – einn bita í einu“

Snemma árs festi Vélsmiðja Grundarfjarðar, í eigu Þórðar Magnússonar og Remigijus Bilevicius, kaup á húsnæði og tækjum Berg Vélsmiðju. Hóf Vélsmiðja Grundarfjarðar síðan rekstur 1. maí síðastliðinn og hefur verið starfrækt síðan. Skessuhorn leit við hjá þeim Þórði og Remigijus fyrir helgi og ræddi við þá um reynslu undangenginna mánaða. „Það er búið að vera talsvert að gera. Við höfum mikið verið í skipasmíðum og skipaviðgerðum auk almennra bílaviðgerða,“ segir Þórður. „Við höfum líka boðið upp á dekkjaskipti og smurningu,“ bætir Remigijus við. Þórður segir að í smiðjunni séu einnig framleiddar allar týpur af glussaslöngum og í raun séu bara leyst öll verkefni sem til falla. „Við gerum við þvottavélar ef svo ber undir,“ segir hann og brosir. „Já, ég hef gert við þvottavélar hérna,“ bætir Remigijus við og hlær.

Þórður sér um fjármál og bókhald Vélsmiðju Grundarfjarðar en Remigijus um allan daglegan rekstur. Starfsmenn eru fimm og eigendurnir segjast hafa leitast eftir að ráða menntað fólk til starfa hjá fyrirtækinu. „Remigijus er menntaður bifvélarafvirki og hér starfa einnig tveir lærðir skipasmiðir, menntaðir í Póllandi. Þar er skipasmíði fjögurra ára nám, þannig að menntunarstigið í fyrirtækinu er hátt. Þeir eru enn fremur með rafsuðu sem sérsvið,“ segir Þórður. „Það er alveg sama hvort það er járnsuða, álsuða, rústfrítt stál eða koparsuða. Við getum soðið í allt,“ bætir Remigijus við.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar, þar sem rætt er við eigendur Vélsmiðju Grundarfjarðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira